Hlustaðu á fólkið þitt
Púlsmælingar á starfsánægju sem skila árangri. Moodup eflir stjórnendur, styrkir starfsumhverfið og bætir frammistöðu starfsfólks.
Svona virkar Moodup
Reglulegar púlsmælingar gefa stjórnendum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gera þeim kleift að auka starfsánægju á vinnustaðnum

Þú skráir
starfsfólk
í mælingu
Þú velur hverjir fá könnun með því að skrá inn starfsfólk, hlaða upp Excel-skjali eða tengja Moodup við launa- eða mannauðskerfi vinnustaðarins.

Starfsfólk
svarar púlsum
Kannanirnar eru fjölbreyttar, fljótlegar og skemmtilegar til að tryggja hátt svarhlutfall. Auk púlsmælinga er hægt að senda út sérsniðnar kannanir.

Stjórnendur
bregðast við
Stjórnendur fá aðgang að fullkomnu mælaborði með niðurstöðum í rauntíma. Þar sést strax hvar stærstu tækifærin liggja til að bæta starfsumhverfið.
Umsagnir stjórnenda
Púlsmælingar Moodup gefa okkur verðmæta innsýn í líðan starfsfólks í hverjum mánuði. Samanburður við aðra vinnustaði sýnir okkur hvar við getum gert ennþá betur. Moodup er lykilhluti af stefnu okkar um að vera eftirsóknarverður vinnustaður.
Moodup hefur verið okkur dýrmætt tæki til að móta vinnustað framtíðarinnar. Örkannanir gefa skýra mynd af stöðunni á hverjum tíma og veita okkur tækifæri til að bregðast við. Með sérsniðnum könnunum höfum við auk þess skoðað aðra þætti eins og t.d. árangurinn af styttingu vinnuvikunnar.
Við notum Moodup með frábærum árangri. Viðmótið er til fyrirmyndar og hjálpar okkur að viðhalda háu svarhlutfalli. Þá er einfalt að lesa úr niðurstöðum mælinga sem tryggir eftirfylgni og umbætur. Loks er þjónustan fyrsta flokks. Ég mæli hiklaust með Moodup fyrir allar stærðir og tegundir fyrirtækja.
Með púlsmælingum Moodup gefst okkur tækifæri til að hlusta á raddir allra starfsmanna og nálgast þá á einfaldan hátt. Það skiptir okkur miklu máli að fá endurgjöf frá okkar starfsfólki til að gera sífellt betur og byggja upp góða fyrirtækjamenningu til framtíðar.
Stjórnborð sem styrkir vinnustaðinn
Mælaborð Moodup inniheldur fjölbreytta virkni til að auðvelda stjórnendum að skilja og bæta starfsánægju út frá nýjustu upplýsingum
Heildstætt yfirlit yfir niðurstöður nýjustu örkönnunar á einum stað. Þar má sjá samanburð við aðra íslenska vinnustaði, NPS einkunn, upplýsingar um þátttöku og helstu styrkleika og veikleika.

Starfsánægja er sundurliðuð í tíu drifkrafta samkvæmt leiðandi kenningum í vinnustaðasálfræði til að auðvelt sé að greina orsakir og áhrifaþætti.

Kosturinn við púlsmælingar er að breyttur starfsandi og áhrif úrbóta kemur hvort tveggja fljótt fram. Stjórnendur geta þá brugðist strax við.

Hægt er að skipta vinnustaðnum upp á tveimur stigum, til dæmis í svið og deildir innan þeirra, og skoða innbyrðis samanburð þeirra á milli.

Hverri púlsmælingu fylgir opin textaspurning þar sem starfsfólk getur skrifað ábendingar eða athugasemdir undir nafnleynd.

Yfirlit
Heildstætt yfirlit yfir niðurstöður nýjustu púlsmælingar á einum stað. Þar má sjá samanburð við aðra íslenska vinnustaði, NPS einkunn, upplýsingar um þátttöku og helstu styrkleika og veikleika.

Drifkraftar
Starfsánægja er sundurliðuð í tíu drifkrafta samkvæmt leiðandi kenningum í vinnustaðasálfræði til að auðvelt sé að greina orsakir og áhrifaþætti.

Þróun yfir tíma
Kosturinn við reglulegar örkannanir er að breyttur starfsandi og áhrif úrbóta kemur hvort tveggja fljótt fram. Stjórnendur geta þá brugðist strax við.

Samanburður
Hægt er að skipta vinnustaðnum upp á tveimur stigum, til dæmis í svið og deildir innan þeirra, og skoða innbyrðis samanburð þeirra á milli.

Endurgjöf
Öllum örkönnunum fylgir opin textaspurning þar sem starfsfólk getur skrifað ábendingar eða athugasemdir undir nafnleynd.

Himinhátt svarhlutfall
87% starfsmanna svara örkönnunum frá Moodup. Við náum svo háu svarhlutfalli með samspili nokkurra þátta:
- Fljótlegt
- Við sendum fáar spurningar sem einfalt er að svara. Meðalsvartími í öllum könnunum er 1 mínúta og 19 sekúndur
- Skemmtilegt
- Myndræn framsetning og gagnvirkni gerir svörunina líkari tölvuleik en skriflegu prófi
- Fjölbreytt
- Nýjar spurningar í hvert skipti úr fjölbreyttum spurningabanka Moodup koma í veg fyrir kannanaþreytu
- Aðgengilegt
- Starfsfólk fær könnunina í gegnum SMS eða tölvupóst og getur svarað í símanum á sínu tungumáli




Tenging við þitt kerfi
Þú getur tengt Moodup við mannauðs- eða launakerfið þitt til að starfsmannalistinn sé alltaf réttur.
Moodup talar við öll kerfi sem bjóða upp á þennan möguleika, til dæmis 50skills, Advania H3, Kjarna, Microsoft Dynamics og Tímon.
Starfsánægja skiptir máli
Ávinningur aukinnar starfsánægju er ótvíræður. Ánægt starfsfólk afkastar meiru, mætir betur og er ólíklegra til að hætta í vinnunni
- meiri afköst
- 23%
- færri fjarvistir
- 45%
- minni starfsmannavelta
- 31%
Munur á efsta og neðsta fjórðungi vinnustaða. Samantekt á 456 rannsóknum á 2,7 milljónum starfsmanna í 96 löndum (Gallup, 2020)