Þjónustan

Allt sem þú þarft til að auka starfsánægju

Púlsmælingar

Fáðu heildarmynd af starfsánægju á vinnustaðnum. Notaðu spurningabankann okkar í bland við þínar eigin spurningar. Við mælum með því að senda út púlsmælingar á 1-2ja mánaða fresti

Púlsmælingar

Sérsniðnar kannanir

Sendu út þínar eigin kannanir á þá starfsmenn sem þú vilt. Veldu úr ýmsum tegundum spurninga: kvarða-, valkosta-, fjölvals- og textaspurningum.

Sérsniðnar kannanir

Stjórnendamöt

Í Moodup er hægt að biðja starfsfólk um að meta sinn næsta yfirmann. Þetta er frábær leið til að hjálpa stjórnendum að vaxa og bæta sig í starfi.

Stjórnendamöt

Einfalt viðmót

Það er auðvelt, skemmtilegt og fljótlegt að svara könnunum í Moodup, sem tryggir hátt svarhlutfall. Starfsfólk getur fengið kannanir sendar í gegnum SMS eða tölvupóst.

Einfalt viðmót

Öflugt mælaborð

Mælaborðið gefur stjórnendum fljótlega yfirsýn yfir niðurstöður mælinga. Þar er líka hægt að kafa dýpra með sundurliðun, samanburði við aðra vinnustaði, síur, bakgrunnsbreytur, hópa og fleira.

Öflugt mælaborð

Samtöl um endurgjöf

Í Moodup geta stjórnendur brugðist við og átt samtal um endurgjöf við starfsfólkið, sem er áfram undir nafnleynd í samtalinu. Samtölin sýna starfsfólki að rödd þess skiptir máli.

Samtöl um endurgjöf

Nákvæm aðferðafræði

Starfsánægja í Moodup er mynduð úr tíu drifkröftum, sem samanstanda af rannsökuðum spurningum. Aðferðafræðin tryggir að niðurstöðurnar veita ítarlega innsýn á áreiðanlegan hátt.

Nákvæm aðferðafræði

Stór spurningabanki

Moodup inniheldur yfir 100 rannsakaðar spurningar á öllum sviðum mannauðsmælinga. Þú getur einnig bætt við þínum eigin spurningum og/eða sent út sérsniðnar kannanir.

Stór spurningabanki

Samanburðar við aðra

Allar niðurstöður eru bornar saman við aðra vinnustaði í þinni atvinnugrein. Þetta gerir þér kleift að skilja betur hvar styrkleikar og veikleikar liggja.

Samanburðar við aðra

Meðmælastuðull (eNPS)

Niðurstöður í Moodup innihalda meðmælastuðul starfsfólks (e. Employee NPS, eða eNPS). Með honum má sjá sérstaklega hlutfall meðmælenda, hlutlausra og ósáttra starfsmanna á vinnustaðnum.

Meðmælastuðull (eNPS)

Skrifleg endurgjöf

Í hverri púlskönnun er opin textaspurning þar sem starfsfólk getur sagt hvað það er ánægt með og/eða hvað betur mætti fara. Þetta er frábær leið til að fá nánari innsýn í tölulegar niðurstöður.

Skrifleg endurgjöf

Excel bæði inn og út

Þú getur notað Excel til að lesa inn starfsmannalista og skipurit vinnustaðarins. Þú getur einnig keyrt út starfsmannalistann, tölulegar niðurstöður, og skriflega endurgjöf.

Excel bæði inn og út

Tengingar við mannauðskerfi

Lestu inn starfsmannalista og skipurit beint úr mannauðs- eða launakerfinu. Við styðjum öll vinsælustu kerfi á Íslandi, og getum alltaf bætt fleirum við.

Tengingar við mannauðskerfi

Nafnleynd

Moodup tryggir öllu starfsfólki nafnleynd í könnunum. Það þýðir að starfsfólk fær örygga leið til að tjá sig um starfsumhverfið án þess að þurfa að óttast neikvæðar afleiðingar.

Nafnleynd

Mörg tungumál

Starfsmannaviðmótið í Moodup er í boði á mörgum tungumálum. Þá er mælaborð stjórnenda bæði aðgengilegt á íslensku og á ensku.

Mörg tungumál

Prófaðu Moodup án skuldbindingar Stofnaðu aðgang í dag