„Þau vilja greinilega að mér líði vel í vinnunni“
Þessi hugsun kom upp í kollinn þegar ég fékk senda púlskönnun í fyrsta skiptið. Ég hafði flutt til Kaupmannahafnar til að vinna hjá alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki og þetta sýndi mér strax að mikið var lagt í að skapa gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólkið.
Ég svaraði púlsinum mánaðarlega og hlakkaði alltaf til, því spurningarnar voru bæði skemmtilegar og fjölbreyttar. Ég sá jafnframt að svörin mín höfðu áhrif. Brugðist var við athugsemdum sem ég skrifaði og einkunn hvers mánaðar var birt þannig að allir gátu séð hana.
Þegar ég flutti aftur til Íslands fór ég á marga vinnustaði í ráðgjafarverkefni. Þá sá ég að fáir mældu starfsánægju með markvissum hætti eins og ég hafði kynnst úti. Mér fannst það vera synd, því púlsmælingar eru bæði skemmtilegar fyrir starfsfólkið og öflugt verkfæri til að halda í gott fólk.
Eftir spjall við nokkra mannauðsstjóra kom í ljós að flestir vildu mæla starfsánægju með þessum hætti. Það vantaði hins vegar tól sem virkaði vel, til dæmis þegar kemur að sjálfvirkni, gagnsemi og góðri upplifun.
Þetta varð kveikjan að Moodup. Með því að samþætta nútímalegar púlskannanir fyrir starfsfólk, fullkomið mælaborð fyrir stjórnendur og öfluga umsýslumöguleika fyrir mannauðsstjóra auðveldar Moodup vinnustöðum að mæla og bæta starfsánægju með markvissum hætti.
Ef þú vilt vita meira um Moodup, bókaðu þá kynningarfund. Ég sýni þér þá hvernig lausnin virkar og þú sérð hvort hún hjálpi þér að búa til betri vinnustað.

Björn Brynjúlfur,
stofnandi Moodup